Thursday, January 04, 2007

skonsuferskt ár

Eftir fimm samkundur í heimahúsum á einni nóttu (aðfaranótt 1. janúar) er maður uppgefinn. Nú er bara að hvílast frá öllum þessum gömlu vinum og hitta þá að ári liðnu á sama stað í ca. 30 mínótur.
Ég söng svo hátt í einu boðinu, ég var líka vel í glasi, fólkið hætti að syngja fljótlega eftir að ég gekk inn í sönghópinn. Upp undir morgun var ég kominn svo vel í glas að Gauti, sem var sjálfur orðinn vel fullur benti mér á að nú væri gott að hætta í því áfenga og drekka bara vatn í staðinn. Ég tók orðum Gauta vel, enda er hann atgerfismaður og briller í ýmsum ráðleggingum hvað heilsu og líðan varðar. Gauti er í læknisfræði.
Nú bíður mín fyrirlestur í Háskóla Íslands á morgun þar sem ég fæ að fjalla um PKU (phenílketónúríu) í sjö mínótur. Á orðtakið ,,á sjö mínútum fer enginn fram úr sjálfum sér" því vel við hér. Er þetta allt í tengslum við Ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum.
Kannist þið við Calgary í Kananda? Það gerði ég ekki heldur þar til Elín ákvað að fara þangað að vinna að rannsóknarverkefni. Nú liggur fyrir að ég fari þangað einnig, 2-3 vikur í verknámi tengdu handlæknisfræði (kirugia) kringum páskatíðir.

Í innra eyranu: The Rapture, Pieces of The people we love.