Thursday, June 07, 2007

Tímatafla

Félagar, það hefur ýmislegt gerst upp á síðkastið. Ég er loksins farinn að skynja sjálfan mig og umhverfið aftur en sú framþróun tekur afar langan tíma. Í töluverðan tíma hef ég nú verið á einstefnuleið að einhverjum punkt sem ég var hættur að geta skilgreint. Skv. gömlu skilgreiningunni á ég að hafa náð þessum punkti, en ég get ekki samþykkt það. Aldrei sem fyrr er ég leitandi, reyni að hafa uppi á sjálfum mér, sjá hvort að ég þekki enn eitthvað af þessu fólki sem hefur verið mér samferða í gegnum tíðina. Ég er óneytanlega orðinn sjálfum mér mjög fjarlægur, ég þekki mig vart lengur.

Sumarið að renna í hlað í þessum skrifuðu orðum. Úrslitaviðureignin í NBA er hafin. Nýr heilbrigðisráðherra lofar erminni á jakkanum sínum, ráðherrar eru hættir að lofa upp í ermina á sér, gefa hana frekar alla.
Það eru margir veikir einstaklingar á spítalanum. Ég fór næstum því að hlæja þegar einn hjúkrunarfræðingurinn spurði mig hvað ætti að gera varðandi einn skjólstæðinginn. Hvað er hún að spyrja mig? Á ég að vita eitthvað um þetta málefni, ég er bara búinn að vinna sem læknanema-deildarlæknis-ígildi í fjóra daga. Ég var að klára próf fyrir fjórða ár í læknisfræði og það stóð ekkert um þetta í námsefninu. Annars kláraði ég mig vel, tók á þessu af akademískri ró, gerði rétta hluti í réttri röð: hringdi á "hinn" deildarlækninn á teyminu.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ettu nokku að farað dráta??

3:05 AM  

Post a Comment

<< Home