Tuesday, June 12, 2007

Þetta er nú meira lánið

Nú er tími til að fá sér lán. Lán til þess að geta skitið peningum í smá tíma. Alltaf þótt orðatiltækið eiga vel við. Bankinn sér svo um að skeina mér. Ég vona að bankinn noti svona klósettappír með hvolpinum á, ekki professional frá Lotus sem er fyrir fyrirtæki og alls ekki endurunninn því útbrot eru algeng afleiðing notkunar.

Því miður tala staðreyndirnar öðru máli. Lánþegi fær að skeina þig með lífslangri skuld, skuld sem er stærri og lengri en listinn yfir öll þau mannréttindabrot sem Ríkisstjórn Kína hefur framið á þegnum sínum eftir valdatöku kommúnista. Bankinn eignast þig, nema þú vinnir 10 klst á dag og líka um helgar. Færð ekki að vera mikið í íbúðinni sem þú varst að fjárfesta í.

Stéttin fyrir utan íbúðina sem þú keyptir á 90% láni eða yfir mun á endanum sjá um að skeina þig því bankinn tók íbúðina og aðrar eignir upp í skuldina. Skuldin/lánið hljómaði ekki hátt á sínum tíma en það gleymdist að athuga með vexti, verðtryggingu og öll þau gjöld sem bætast við þegar ætlað er að borga stóran hluta af láninu í einu eða borga lánið með nýju sem hefur lægri vexti og minni kvaðir. Bankarnir eru langstærstu fasteignaeigendurnir á Íslandi, svipar óneitanlega til kirkjunnar fyrr á tímum. Selja ekkert til að halda framboði og eftirspurn jöfnu.

Lesandi kær, bankar á Íslandi sem og annars staðar eru ekki alvondir að mínu mati. Ég á bara til með gleyma mér, ranka við mér í miðri litríkri og hýrri auglýsingu frá Glitni, KB, BYR, SPRON eða Landsbankanum, hugsandi að bankarnir hér á Íslandi séu einskonar góðgerðarfélög og séu með bara allt á sanngjörnum kaupum og kjörum. Ekki eru margir sem fengu lán hjá þessum bönkum jafn skælbrosandi og fólkið í auglýsingunum. Það kostar að taka lán. Bankar eru einkareknir og þurfa að skila hagnaði. Ekki halda að þú sért að fá eitthvað af þessum gróða sem bankar landsins eru að sýna í dag. Lesandi góður, ekki gleyma þér og ranka við þér á stéttinni fyrir utan húsið þitt þegar of seint er í rassinn gripið og klíníngurinn kominn út um allt. Suma klíninga er ekki hægt að skeina.

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Mér finnst þú ættir að hætta að vorkenna sjálfum þjer svona mikið.

4:53 AM  
Blogger Unknown said...

Ég er (Mr) .Allen Kraska af fjármálaþjónustu HEARTLAND. Við erum nú að bjóða einka-, viðskipta- og einkalán með mjög lágmarks árlega vexti eins lágt og 3% innan 1 ára til 20 ára endurgreiðslutímalengd til einhvers staðar í heiminum. Við gefum út lán innan lágmarkssviðs 2.500 kr. Að hámarki $ 50.000.000 USD. Lán okkar eru vel tryggð vegna hámarks öryggis er forgangsverkefni okkar. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á allenfinancialservice7 @ gmail. com eða texta okkur á hvaða app á +1 631 341 5195

5:14 PM  

Post a Comment

<< Home