Wednesday, June 27, 2007

Hreinsa til í skápnum

Það er lífgandi að vera í vinnu þar sem tilfinningin um að maður sé að gera gagn kemur upp annað slagið. Taka blóð, gefa blóð, skrifa upp á lyf, hlusta lungu hér og þar, hlusta á hjarta, gera (horfa) mænuástungu, taka mergsýni, panta rannsóknir og meta niðurstöður og hringja í sérfræðing þegar maður telur sig vita nóg um tilfellið til að ræða málin.

Ég er umkringdur gravid og nýléttari konum eða verðandi feðrum, allir komnir í fasta vinnu og með föst laun og það er mega flame að komast út úr bænum eina helgi, tjalda, grilla og ganga, áður en næsta vinnugeðveiki byrjar, það flippaðasta sem ég hef gert í sumar.

Nei ég er ekki að verða faðir, ég hef enn ekki komist það langt í mínum þankagangi. Það komast fæstir það langt í skipulagningu, nema áráttu-þráhyggjuröskunar einstaklingar. Mín tilfinning. Þetta gerist í miklum meiri hluta óvænt, svona hei, ekki planað en ókei, töff.

Annars er þessi maður ekki enn orðinn faðir að minni bestu vitund, enda lifir hann stóðlífi og er stórdrykkjumaður þessa dagana.

Svo er annar háðsfugl sem ég þekki nokk vel farinn að deita, nefni engin nöfn. Er svona athuga málin og hættir hann nú vonandi að tala um stelpur og hvað lífið þýði í raun og veru. Nú getur hann farið að telja dagana í að verða foreldri.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er nú stutt í stuðið. Mödísín vakt og 3 sjúklingar á töflunni. Hefur ekki verið minna að gera ever. Róleg vakt hjá þér í kvöld.

kv.
Farinn til Hróarskeldu

7:33 AM  

Post a Comment

<< Home