Sunday, August 05, 2007

Berlín

Við gistum í litlu Hosteli í Austur Berlín. Okkur tókst að klára Berlín á 2 dögum, fáránleg keyrsla, fáránlega mikill bjór og fjölþjóðlegur matur, spænskur, thaílenskur og að sjálfsögðu þýskur. Fyrri daginn gengum við um, götur og stræti, fórum á safn, eitt af fáum í ferðinni og enduðum í bátsferð sem byrjaði vel, svo kólnaði skyndilega og fór að rigna. Enduðum svo á Thai stað eftir miklar umræður. Gengum þá í litlu IKEA íbúðina sem við bjuggum í, höfðum fjárfest í 6L af eðal-þýskbjór fyrr um daginn sem kostaði 350 kr, eðal rauðvínflösku á 200 kr og morgunmat fyrir fjóra á ca. 800 kr til tveggja daga neyslu. Berlín kom þægilega á óvart hvað stemmara og verð varðar. Þetta kvöld urðu samræður okkar hvað heitastar, 3 klst umræður um skiptingu ríkisvalds og að sjálfsögu var lokaniðurstaðan að við værum sammála um að vera ósammála. Næsta dag vöknuðum við "snemma" en vorum komin út á gangstétt um hádegisbil. U-Bahn, spásseringar um götur og stræti, eitt lítið listasafn og svo frábær hjólatúr með bandarískum guide sem Jóel tók mjög margar myndir af, jaðrar við áráttuhegðun.

Eitt það erfiðasta við ferðina var að velja matsölustaði. Fjórir svangir einstaklingar með mismunand smekk. Hvað þá að vera svangur á sama tíma og aðrir samferðalangar. Ég veit ekki hve miklum tíma við eyddum í að ákveða hvað við ætlum að borða, hvað þá skipta reikningnum niður í fjóra jafna hluta. Já við fengum mörg einkennileg augntillit eða gotur frá þjónum og kokkum, nokkrar ágætissögur sem hægt er að segja frá útborðunum okkar.
















Það brá á rigningu í hjólaferðinni okkar, hér stendur Elín á miðjum múrnum við Checkpoint Charlie.















Veðrir mun betra, Pósun fyrir framan Þinghúsið í Berlín















Thaímatur í Au-Berlín















Valentínus að sýna okkur Humarinn í sjáfarréttarsúpunni á spænskum veitingastað, kosinn besta súpa ferðarinnar.




















Hauptbahnhof við Berlínarkomu.
















Hauptbahnhof að morgni, upphaf lestarferðar til Kraká, þið sjáið Berlínarglottið á andlitum okkar.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Og hvað svo, Kalli?
Fórstu ekki lengra en til Berlínar?

1:03 PM  
Blogger Jóel K Jóelsson said...

Kæri Kalli

Ekki hlusta á hann Gauta. Hann er svo sár yfir að hafa farið í leiðinlega ferð til Kasakstan og misst af öllu saman.
Ég fagna þessari færslu ákaft og hlakka til að lesa um framhaldið, lesa um allt það sem ég er búinn að gleyma sökum einbeitingarskorts, sólstings og áfengiseitrunar.

Þinn spóel

9:40 PM  

Post a Comment

<< Home