Sunday, August 05, 2007

Berlín

Við gistum í litlu Hosteli í Austur Berlín. Okkur tókst að klára Berlín á 2 dögum, fáránleg keyrsla, fáránlega mikill bjór og fjölþjóðlegur matur, spænskur, thaílenskur og að sjálfsögðu þýskur. Fyrri daginn gengum við um, götur og stræti, fórum á safn, eitt af fáum í ferðinni og enduðum í bátsferð sem byrjaði vel, svo kólnaði skyndilega og fór að rigna. Enduðum svo á Thai stað eftir miklar umræður. Gengum þá í litlu IKEA íbúðina sem við bjuggum í, höfðum fjárfest í 6L af eðal-þýskbjór fyrr um daginn sem kostaði 350 kr, eðal rauðvínflösku á 200 kr og morgunmat fyrir fjóra á ca. 800 kr til tveggja daga neyslu. Berlín kom þægilega á óvart hvað stemmara og verð varðar. Þetta kvöld urðu samræður okkar hvað heitastar, 3 klst umræður um skiptingu ríkisvalds og að sjálfsögu var lokaniðurstaðan að við værum sammála um að vera ósammála. Næsta dag vöknuðum við "snemma" en vorum komin út á gangstétt um hádegisbil. U-Bahn, spásseringar um götur og stræti, eitt lítið listasafn og svo frábær hjólatúr með bandarískum guide sem Jóel tók mjög margar myndir af, jaðrar við áráttuhegðun.

Eitt það erfiðasta við ferðina var að velja matsölustaði. Fjórir svangir einstaklingar með mismunand smekk. Hvað þá að vera svangur á sama tíma og aðrir samferðalangar. Ég veit ekki hve miklum tíma við eyddum í að ákveða hvað við ætlum að borða, hvað þá skipta reikningnum niður í fjóra jafna hluta. Já við fengum mörg einkennileg augntillit eða gotur frá þjónum og kokkum, nokkrar ágætissögur sem hægt er að segja frá útborðunum okkar.
















Það brá á rigningu í hjólaferðinni okkar, hér stendur Elín á miðjum múrnum við Checkpoint Charlie.















Veðrir mun betra, Pósun fyrir framan Þinghúsið í Berlín















Thaímatur í Au-Berlín















Valentínus að sýna okkur Humarinn í sjáfarréttarsúpunni á spænskum veitingastað, kosinn besta súpa ferðarinnar.




















Hauptbahnhof við Berlínarkomu.
















Hauptbahnhof að morgni, upphaf lestarferðar til Kraká, þið sjáið Berlínarglottið á andlitum okkar.

Tuesday, July 31, 2007

góð heimferð, vondur magi

Nú erum við elín komin heim. Valli og Jóel líka komnir heim að öllum líkindum nema jóel hafi tapað áttum á leiðinni úr bílnum okkar að hurðinni heima sér eða Valli hafi ílengst í Hafnafirði þegar hann var að keyra heim, dottið inn á einn af þessum 20 KFC stöðum sem eru komnir þar upp og ekki viljað fara þaðan, kannski bara keypt sér íbúð.

Ég vil byrja á að segja að ferðin var góð, strembin á köflum en afar skemmtileg.

bráðlega byrjar revidering í réttri röð á ferðinni ásamt myndum og fleiru. En ég vil bara segja öllum sem ætla að flýja land að fara beint til Rúmeníu, Transylvaníu eða bara Istanbúl, Metropolis Hostel , Hostel sem er betra en öll þau Hótel sem ég hef komið á.
Ekki fara til Bucharest, ekki vera of lengi í Búdapest, farðu að versla í Kraká og borðaðu allt mögulegt í Istanbúl en ég get lofað þér magakveisu sem er næstum þess virði því maturinn er á köflum sjúklega góður.

Tuesday, July 17, 2007

Moszkva ter

All nokkrir samferdalangar minir eru bunir med allt hreint tau, naerbuksur, sokka, boli og buksur. Fyrst voru nyjar flikur keyptar i stad skitugra en thad gengur ekki til lengdar, thad er erfitt ad henda fotum i godu astandi. Mu er onnur umferd i gangi hvad notkun fata vardar.
Eg er svo faranlega snjall og nettur ad hafa thvegid naer allt dotid mitt um daginn og lykta thvi eins og starfsmadur LUSH verslunar eftir langan vinnudag (sma sviti en samt svona god mykingarefnislykt). Bakpokinn minn er sneisafullur af hreinum fotum og gossi sem eg er buinn ad kaupa. Bakpokinn minn er tho ekki jafm thungur og pokinn hennar elinar, hun neitar ad henda doti en er buin ad fara i budir oftar en einu sinni. Bakpokinn minn og eg (lika elin, valli og joel) erum ad fara til rumeniu i nott i sex manna klefa i 34 stiga hita. 12 lestarferd sem eg vona ad endi vel. Verdum thvi komin til Sibiu, Transylvaniu, Rumeniu a morgun klukkan 11 til ad borda kjot steikt i smjori med beikoni og djupsteiktum pylsum, skoda kastala, sja kindur, gista i stofunni hja baendafolki, fara i fjallgongur og drekka heimabruggad vin. Kannski til ad thvo fot.

















Elin ad kaupa kaupa kaupa, jafnvel gjof handa ther










Fullt ad kastolum, thessi er 50ara gamall og gerdur i 4 mism. bygg.stilum.





Fallegt utsyni fra buda yfir pest


Joel hatar ekki ad taka myndir, elin tok mynd af mer takandi mynd af honum ad taka mynd


Valentinus (tin tin) pinir ekki svita og solarvorn a sig a heitri stund i Operunni





Gamli og nyji timinn i Budapest





Af hverju sleppa their ekki thessu veseni ad steinleggja allar gotur og bara malbika?







Pfaff, nett mynd af nettu folki a nettum gangi i skitugum og blautum fotum. Er valli nogu vel klaeddur fyrir myndina?














Hurrandi stor sundlaug a fljotandi heitum degi, 22 sundlaugar/heitapottar a sama stad og kamillugufubad. Laumumynd, thad var bannad ad taka myndir tharna














vid fundum tyrkneskan stad i budapest, til ad hita okkur upp fyrir rauntyrkland. Valli er ad drekka absinth og eg ad reykja mold, nei valli ad drekka bjor og eg ad reykja vatnspipu med lime bragdi.















Elin ad vera Elin

Thursday, July 12, 2007

Dumpling


Thad var agaetis vedur thegar vid stigum ur lestinni i Krakow. Borgin er jafn falleg minningunni fra thvi eg kom hingad sidast fyrir 6 arum. Fyrir sex arum var eg yngri og vitlausari, i felagi med Gudmundi Latus, Oskari Boogie og Hrafni H. Thad var god ferd og flippud. Nu samanstendur hopurinn af Elinu Mar., Valentinusi Tin Tin og Jolla Joel.


Hroaskelda: Blautari en sjomannsvettlingur a hond 18. aldar sjosoknarmanns i farvidri, blautari en sogupersonur Thomas Mann a godu fyllerii.

Tjoldudum klukkan 22:00 a fimmtudegi, misstum af Bjork, hlustudum a Arcade Fire. Vaknadi thyrstari en andskotinn, blautari en thegar eg for ad sofa, threyttari en eftir 17 klst. naeturvakt og algjorlega fokked.
Forum til Koben klukkan 5:00 um morguninn, thetta var 3 nottin i rod sem eg svaf minna en 4 klst. Fengum gistingu i Koben fyrir einskaera heppni. Svafum til klukkan 17:00 og forum svo a gott jamm i koben, gatum ekki farid aftur thvi allt dotid var bara einfaldlega of blauttt. Allir passarnir okkar blotnudu og baekur eydilogdust.

Hittum Kristinu Mariu og Brodir hennar fyrir utan tonleika og skelltum okkur saman a Talib Kweli, full, en samt meira blaut.














Forum aftur a Hroa a laugardeginum, tha var nu annad hljod i vedrinu, en drulluna vantadi samt ekki.










A sunnudeginum endudum vid svo a ad taka lest klukkan 14:00 um daginn til Berlin, thad voru allar naeturlestir fullar naestu daga, lyktin a Hroa var lika thad ogedsleg, asamt fotum okkar og lidan ad vid slepptum sunnudeginum. Endudum a Hauptbanhof i Berlin um kvoldid og endudum i frabaerri ibud a godu hosteli i Austur Berlin.

Tuesday, July 03, 2007

útferð og fyrirferð (pus et tumor)

Það styttist í rennblauta útferð mína til Hróaskeldu í Danmörku, þar sem konungsfólkið þarlendis er gift og grafið. Að þessari fyrirferð lokinni, áðurnefndri útferð, stíg ég í annan fótinn og lestir, ferðast þannig Austur Evrópu.

Áður fyrr talaði fólk um fiðring í maganum þegar eitthvað spennandi var framundan. Skildi þetta er ekki fyrr en nú, frí eftir 38 klst og ég með stórtæka vindverki.

Wednesday, June 27, 2007

Hreinsa til í skápnum

Það er lífgandi að vera í vinnu þar sem tilfinningin um að maður sé að gera gagn kemur upp annað slagið. Taka blóð, gefa blóð, skrifa upp á lyf, hlusta lungu hér og þar, hlusta á hjarta, gera (horfa) mænuástungu, taka mergsýni, panta rannsóknir og meta niðurstöður og hringja í sérfræðing þegar maður telur sig vita nóg um tilfellið til að ræða málin.

Ég er umkringdur gravid og nýléttari konum eða verðandi feðrum, allir komnir í fasta vinnu og með föst laun og það er mega flame að komast út úr bænum eina helgi, tjalda, grilla og ganga, áður en næsta vinnugeðveiki byrjar, það flippaðasta sem ég hef gert í sumar.

Nei ég er ekki að verða faðir, ég hef enn ekki komist það langt í mínum þankagangi. Það komast fæstir það langt í skipulagningu, nema áráttu-þráhyggjuröskunar einstaklingar. Mín tilfinning. Þetta gerist í miklum meiri hluta óvænt, svona hei, ekki planað en ókei, töff.

Annars er þessi maður ekki enn orðinn faðir að minni bestu vitund, enda lifir hann stóðlífi og er stórdrykkjumaður þessa dagana.

Svo er annar háðsfugl sem ég þekki nokk vel farinn að deita, nefni engin nöfn. Er svona athuga málin og hættir hann nú vonandi að tala um stelpur og hvað lífið þýði í raun og veru. Nú getur hann farið að telja dagana í að verða foreldri.

Tuesday, June 12, 2007

Þetta er nú meira lánið

Nú er tími til að fá sér lán. Lán til þess að geta skitið peningum í smá tíma. Alltaf þótt orðatiltækið eiga vel við. Bankinn sér svo um að skeina mér. Ég vona að bankinn noti svona klósettappír með hvolpinum á, ekki professional frá Lotus sem er fyrir fyrirtæki og alls ekki endurunninn því útbrot eru algeng afleiðing notkunar.

Því miður tala staðreyndirnar öðru máli. Lánþegi fær að skeina þig með lífslangri skuld, skuld sem er stærri og lengri en listinn yfir öll þau mannréttindabrot sem Ríkisstjórn Kína hefur framið á þegnum sínum eftir valdatöku kommúnista. Bankinn eignast þig, nema þú vinnir 10 klst á dag og líka um helgar. Færð ekki að vera mikið í íbúðinni sem þú varst að fjárfesta í.

Stéttin fyrir utan íbúðina sem þú keyptir á 90% láni eða yfir mun á endanum sjá um að skeina þig því bankinn tók íbúðina og aðrar eignir upp í skuldina. Skuldin/lánið hljómaði ekki hátt á sínum tíma en það gleymdist að athuga með vexti, verðtryggingu og öll þau gjöld sem bætast við þegar ætlað er að borga stóran hluta af láninu í einu eða borga lánið með nýju sem hefur lægri vexti og minni kvaðir. Bankarnir eru langstærstu fasteignaeigendurnir á Íslandi, svipar óneitanlega til kirkjunnar fyrr á tímum. Selja ekkert til að halda framboði og eftirspurn jöfnu.

Lesandi kær, bankar á Íslandi sem og annars staðar eru ekki alvondir að mínu mati. Ég á bara til með gleyma mér, ranka við mér í miðri litríkri og hýrri auglýsingu frá Glitni, KB, BYR, SPRON eða Landsbankanum, hugsandi að bankarnir hér á Íslandi séu einskonar góðgerðarfélög og séu með bara allt á sanngjörnum kaupum og kjörum. Ekki eru margir sem fengu lán hjá þessum bönkum jafn skælbrosandi og fólkið í auglýsingunum. Það kostar að taka lán. Bankar eru einkareknir og þurfa að skila hagnaði. Ekki halda að þú sért að fá eitthvað af þessum gróða sem bankar landsins eru að sýna í dag. Lesandi góður, ekki gleyma þér og ranka við þér á stéttinni fyrir utan húsið þitt þegar of seint er í rassinn gripið og klíníngurinn kominn út um allt. Suma klíninga er ekki hægt að skeina.