Tuesday, May 08, 2007

Dómsmat

Sitjandi á afturendanum með þursabit (bæklunarlæknar segja mítu að það sé til) í leðurstól í ákvörðunarkrísu. Pappírsvinna og geðveiki og yfirvinna og álag og ekkert frí og ábyrgð eða næturvinna og lítið álag og lítil ábyrgð og slökun með góðu sumarfríi. Nær sami peningur í báðum tilvikum en ekki sama reynsla. Geðheilsan sirka farin en 4 vikur af lestri eftir. Ef ég tek reynsluna þá er ég líklegur til að missa vitið.

Á pabbi að taka ákvörðunina fyrir mig? Á ég að fara eftir því sem vinir mínir segja? Á ég að hringja í vinalínuna? Skal hafa hlutköst um svona mál? Skal biðja til guðs í svona kringumstæðum?

Lífið er endalaus ákvörðunarkrísa. Sá á völina sem á kvölina.

Já það er ekkert grín að vera til, nýfæddur inn í heim hörkunar og sjúkdóma, greininga og yfirvinnu. Er skrefið stigið til fulls í sumar eða verður 3ja mánaða bið á því?

2 Comments:

Blogger Jóel K Jóelsson said...

ég hvet þig til að taka ákvörðun af yfirvegun, skynsemi og sanngirni. láta hjartað ráða. ekki selja þig ódýrt. ekki missa trú á siðferðið. taktu rétta ákvörðun á réttum tíma.

10:34 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu búinn að velja?

3:31 PM  

Post a Comment

<< Home