Thursday, May 24, 2007

óvissuferðir og pizzur

Þegar prófið var að skella á áttaði ég mig á því að ég hef aldrei verið jafn líkamlega stressaður, ég var autt blað, gat ekki rifjað upp stakan staf.
Það rifjaðist upp fyrir mér að ég vaknaði þrisvar í nótt í svitabaði. Eitt skiptið dreymdi mig að í staðinn fyrir borð með prófi hafi verið ákveðið að koma fólki á óvart með pizzaveislu og óvissuferð.
Það voru engar pizzur þegar ég mætti í aðalbyggingu HÍ í morgun klukkan 8:57.
Ég neyddist til að svara 150 krossaspurningum og kreista úr mér alla þá þekkingu sem ég inniheld um hjartabilun, hyperkalsemiu (of hátt Kalsíum) og langvinna nýrnabilun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home