Friday, May 18, 2007

Skeleggur spyr sig

Rættust draumar forfeðra minna. Samfylkingin komin í stjórn. Tími Jóhönnu sigurðardóttur er kominn. Gamlir kratar og kommar aftur hafa snúið aftur. Húrra, húrra, húrra.

Og veðrið, það er glæpsamlegt veður úti, ég að svitna í stuttermabolinn minn í Fármúlanum (Ármúli 30) og það er ekki gott þar sem ég fann ekki holhandarstautinn minn í morgun.

Ég fór til New York City í apríl en aldrei til Kanada. Þar safnaði ég miklum og góðum bjúg vegna bjórdrykkju og kjötáts með miklu magni af kartöfluflögum.

Ég er kominn með vinnu á Landspítalanum sem vinnutík og hlaupari (læknanemi í starfi aðstoðarlæknis). Þar verður lúskrað á andlegu hliðinni minni.

Ég fer líka til Hróaskeldu, 5. júlí en ekki með þessum manni (GRV) sem er ekkert nema dusilmenni og úrkynjað letidýr.

Hann sveik land og þjóð og ætlar að gerast hirðingi í Síberíu og taka með sér sígaunaeitur því honum er illa við þá.






Eftir Hróaskeldu fer ég til Berlínar, þá Prag, Búdapest, Transylvaníu í Rúmeníu og þá Bucharest. Tek svo lest til Istanbúl og þaðan til Eyjahafsins í nokkra daga. Þessi óborganlega ferð verður farin í faglegum áhugamannahópi um ferðalög. Elín verður þar fremst í flokki ásamt Góðum drengjum á borð við Jóel Kristinn Jóelsson og Valentínus Þór Valdimarsson.









Endar sumarið aftur á þeim frábæra stað Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) í mánuð og hefst nám þá aftur á þeim frábæra stað LSH.

7 Comments:

Blogger Jóel K Jóelsson said...

Ég fagna þessari færslu. Ég fagna komandi sumri. Ég fagna því að framtíðin sé björt.
Ég fagna.

9:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eg skal þá gefa þér sígauna í jólagjöf fyrst þjer er svona vel við þá.

10:39 AM  
Blogger Vaka said...

Ætturðu ekki frekar að þjást af þvagsýrugigt en bjúg eftir óhóflega innbyrgðinu próteina og alkóhóls? Hvernig ertu í stórutánni spyr ég bara???

4:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló!!
Afhverju er ekki línkur á einhverja fáránlega mynd af Jóla og svo er hann með einhverja mynd af Bruce Li eða hvað hann nú heitir. Ekki sanngjarnt.

2:25 AM  
Blogger Unknown said...

http://thumbsnap.com/v/9Jl0kjJM.jpg

12:57 PM  
Blogger Unknown said...

Var ekki annars verið að biðja um asnalega mynd af jóla?

12:58 PM  
Blogger Jóel K Jóelsson said...

Jæja, Malli minn. Mig langar að vita - hvenær hef ég nokkurn tíma gert þér eitthvað? Af hverju er opið skotleyfi á mig? Ertu að biðja um stríð? Því hershöfðinginn getur gefið þér stríð!

3:49 AM  

Post a Comment

<< Home