Monday, December 25, 2006

Hátíðarskap

Gleðilegar heilagar tíðir. Megi guð og aðrar vættir vera ykkur hliðhollar á komandi blessuðum tíðum. Megi pakkinn vera með ykkur eins og ég sagði við frænda minn í gær. Hann hefur þegar sýnt mér mátt sinn, ég fékk nær allt sem ég gat hugsað mér að fá. En ég fékk þó mun færri jólakort, aldrei fengið jafn fá jólakort. Þegar ég var á leikskóla fékk ég fullt af kortum eftir litlu jólin þar á bæ. Áður en ég komst á stofnana-aldur var mér einnig óskað gleði í kortum til m&p. Nú er ég fluttur að heiman, engin lítil jól handa mér og ég enda í íbúðinni minni uppfullur af veraldlegum gæðum.
En aðfangadagur var ánægjulegur. Rjúpnabragðið lék vel við bragðlaukana fremst á tungubroddinum og hliðlægt á tungunni, þar eru villibráðar-bragðlaukarnir. Miðnæturmessa í Dómkirkjunni var ágæt, Rás 1 jólalagið var frumflutt af mikilli snilld og biskup Íslands talaði um baggalút, fór með texta eftir þá sí og æ.

GJ+FKÁ

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól hóhóhóhóhó...! vá hvað þú ert massakúl í skammstöfunum. 2 cool for school mister. hóhóhóhó...hó.....hó

9:36 AM  

Post a Comment

<< Home