Wednesday, December 06, 2006

Tundur og tól

Manstu eftir rjómabollufaraldrinum? Ég man ekki eftir honum en ég var að lesa mér til um hann. Þá fékk einhver sem þú þekkir líklega og er sólginn í rjómabollur Salmonellusýkingu. Við erum að tala um 2-3% líkur á liðbólgu hjá þessum einstaklingi (Reiter´s syndrome).

Sástu tunglið í dag? Ég sá það, fullt og girnilegt.

Það varð að gerast einhverntíma. Það gerðist í fyrradag. Ég fór í nýju IKEA búðina sem er svo langt í burtu að vegalengdin samsvarar allri Manhattan eyjunni að lengd. Jæja ég tók með mér úr búðinni tvo stæðilega standlampa. Ég fjárfesti einnig í koddum, pottum og pönnum, jólapappír og einhverju fleiru sem er svo ómerkilegt að ég man ekki hvað það er. Jú, hringlaga baðmotta í orange lit var það, afar smekkleg. En ekki fara í búðina að óþörfu. Þú verður að labba allan hringinn, ert fastur í upphafinu á löngum hring sem þú verður að keyra þig í gegnum. Lyftan er bara með takka til að fara upp en ekki niður uppahafsmegin svo þú verður að gjöra svo vel að taka þig á og leggja af stað hringinn til að komast hinumeginn að lyftunni og fara niður. Ég sá enga brunaútganga á leiðinni. Ég tók eftir þessu því ég fór út um slíkan í hollenskri IKEA búð og öll verslunin pípti digrum karla rómi: Veúúú, veúúú, veúúú. Annars væri ég ekki til í að láta hlera símann minn því þá ætti ég ekki mörg leyndarmál til að leyna öðrum. Þá gæti það líka endað illa. Það yrði eitrað fyrir mér á endanum. Ég nefnilega hef ekki mikla trú á stjórnvöldum í Rússlandi.

Í innra eyranu: Joanna Newsome, Ys sem og The Milk-Eyed Mender.
Á sjónhimnunni: In Cold Blood (Truman Capote) og Konungsbók (Arnaldur Indriðason)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home