Friday, December 08, 2006

Helgin sem kom aldrei

Ég er á leiðinni til Akureyrar. Það er bær á Norðurlandi. Hann er víst kallaður höfuðstaður Norðurlands, a.k.a. Bangkok norðursins.

Facta:
-Fjöldi þeirra sem hýrast á götum Akureyrar eru rétt rúmlega 10000 talsins, ef ólöglegir innflytjendur frá Asíu eru ekki taldir með
-Fyrrverandi Bæjarstjóri Akureyrar heitir Kristján Þór Júlíusson og núverandi eða tilvonandi (mér er svo sem sama, þau eru bæði afleiður Tilbura bláa einkavæðingaflokksins) nefnist víst Sigrún Björk Jakobsdóttir) en hún bjó lengi erlendis og lærði til Hótelreksturs
-Það eru nokkrar kirkjur í bænum
-Spítalinn á svæðinu nefnist Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og aðalinngangurinn er nefndur B-inngangur
-Ég mun halda til á FSA í tvær vikur vegna handlæknislegrar verkmenntunar
- Ég fer á bíl og sendi snjóbrettið með flugvél. Ég fer á snjóbretti en geri ekki Backflipp þar sem ég komst að því að bakið getur endað svona ef ekki tekst nógu vel til:


Hér sjáum við klassískt tilfelli af bakmeiðslum sem nefnist:
Flexion-Distraction injury








Já ég á engar helgar eftir til að njóta, ég er alltaf að nota tímann í eitthvað annað en njóta stundanna sem koma á milli virkra daga. Ég hef ákveðið að rísa upp gegn gerfiannasemi minni og fá mér aðeins í tánna í kvöld. Það er hægt að finna mig á DOMO, nýja staðnum áÞingholtsstræti þar sem sportbarinn var áður til húsa, skáeygðan, gleiðsporandi og brosandi.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Komdu að kúra, mús.
Kúrumús.

6:14 AM  

Post a Comment

<< Home