Þegar ég man
Ég man þegar allir áttu eins síma. Allir tóku upp símann sinn þegar einhver hringdi í þá. Ég notaði hringitón kenndan við Jumping, það voru margir aðrir með þennan hringitón líka.
Núna eru allir með eitthvað víðóma, fjölrása, ógeð. Sumir eru snjallir og taka upp sína eigin rödd eða sitt uppáhaldslag.
"Gauti? Gauti? Druslastu til að svara í símann, þetta gæti verið mamma þín" eða eitthvað þvíumlíkt.
En ég ber ekki sama húmor og allir, hvað þá tónlistarsmekk.
"Halló Jóhann, svaraðu áður en það er of seint, ég tel upp að 10 (allir vita að ef maður er með frelsi skellir línan sér inn í talhólfið eftir 14 sekúndur). 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 8, 9 og 10. hahahaha" eða þá lag með einhverju meinstrím kjaftæði. Já ég verð því bara að sætta mig við að dæma fólk út frá hringitónum þeirra.
Kannski þetta hjálpi bara til, sjá það fólk sem ég vil ekki hafa samskipti við.
Takk Japan og Indland, fyrir svona frábæra og skjóta þróun á hringitónum.
Annars er hringitónninn minn "in da club" með 50 Cent, dæmi hver sem dæma vill.
Núna eru allir með eitthvað víðóma, fjölrása, ógeð. Sumir eru snjallir og taka upp sína eigin rödd eða sitt uppáhaldslag.
"Gauti? Gauti? Druslastu til að svara í símann, þetta gæti verið mamma þín" eða eitthvað þvíumlíkt.
En ég ber ekki sama húmor og allir, hvað þá tónlistarsmekk.
"Halló Jóhann, svaraðu áður en það er of seint, ég tel upp að 10 (allir vita að ef maður er með frelsi skellir línan sér inn í talhólfið eftir 14 sekúndur). 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 8, 9 og 10. hahahaha" eða þá lag með einhverju meinstrím kjaftæði. Já ég verð því bara að sætta mig við að dæma fólk út frá hringitónum þeirra.
Kannski þetta hjálpi bara til, sjá það fólk sem ég vil ekki hafa samskipti við.
Takk Japan og Indland, fyrir svona frábæra og skjóta þróun á hringitónum.
Annars er hringitónninn minn "in da club" með 50 Cent, dæmi hver sem dæma vill.
1 Comments:
Ég heiti einmitt Gauti. Það hefði verið mad ef ég gæti nú downloadað þessari Gauta hringingu einhversstaðar. Já sei sei nei.
Post a Comment
<< Home