Saturday, November 11, 2006

Kl. 14:34 á föstudegi barst mér bréf

Ég var veikur í síðustu viku, þrjá daga í röð. Ég á að hringja til einstaklings á spítalanum til að tilkynna veikindi mín alla dagana. Hann er aldrei mættur fyrr en rétt fyrir 9:00 í símann og er ekki alltaf við. Nú er mér sagt að ég eigi að skila veikindavottorði inn ef ég er veikur í meira en einn dag. 95% mætingaskylda er á verklega lyflæknisfræði. Ekkert nema ágætt um það að segja.

Ég var að vinna á Smitsjúkdómadeild og verð því líklega eitthvað veikur á tímabilinu (kannski ekki?).

Á ég þá að biðja sérfræðinginn á deildinni um veikindavottorð? Á ég að biðja bekkjarfélaga minn um að skrifa vottorðið fyrir mig? Á ég sjálfur að skrifa það? Eða á ég að hringja í ritara heimilislæknisins sem ég er hjá og segja að ég þurfi veikindavottorð fyrir þessa þrjá daga en borga í staðinn 1500 kr. Er mér ekki treyst til að meta mín eigin veikindi en sjá síðan sjálfur um veikindi annarra?

Ég mun þurfa að taka verklegt og skriflegt próf í þessum fræðum þótt ég sé veikur í þrjá daga eða meira.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ok, svo þú ert kominn á það stig að þér þykir þú sjálfur vera æðri en almúginn. Á maður að vorkenna þér fyrir að þurfa að borga 1500 kr. fyrir vottorð, rétt eins og ég þyrfti að gera og flestir aðrir? Ég spyr?

Kveðja,
Björn Steinar

2:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

haha..ég vorkenni þér að þurfa að borga 1500 fyrir vottorð. klárlega hið argasta rán. þetta eru alveg 5 huggulegar kaffihúsaferðir. eða 3 bjórar á barnum...ahh...bjór :)

11:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Inga Lára hefur lög að mæla. Hversu gott hefði verið að vera frískur þessa þrjá daga og drekka bjór öll kvöldin

10:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég er sammála síðasta ritara en ekki þeim fyrsta. Ég var að tala um þann gjörning að tala ekki einu sinni við lækninn heldur bra hringja í ritarann. Til hvers? ég þarf líka að ná í vottorðið meðan ég á að vera að vinna á spítalanum og þá fær einhver ekki þá hjálp sem honum ber meðan ég er að ná í vottorðið. Svo býrð þú nú einnig vel að því að eiga mig sem vin Bjössi, á ég ekki annars að skrifa veikindavottorð handa þér á næstunni og fjölskyldunni seinna endurgjaldslaust?

10:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahaha, ok víst þú ert til í að gera þetta fyrir mig þá kaupi ég þetta og er alveg sammála þér. Þú átt skilið að fá bjór á barnum og jafnvel 3, ætti ég kannski að bjóða þér upp á einn í berlín, hvenær verðuru þar?

4:57 AM  

Post a Comment

<< Home