Saturday, December 02, 2006

KEF-Frankfúrt-Ludwigshafen-Heidelberg-Ludwigshafen-Frankfurt-Köben-KEF

Ég er kominn aftur frá Ludwigshafen. Og hvað græddi ég á þessari ferð minni? Ekki pening get ég sagt ykkur. Ekki visku get ég sagt ykkur. Ekki aukna orku get ég sagt ykkur. Ég er búinn að vera með pest í nokkrar vikur núna. Ég gaf skít í veikindin þegar ég fór út, drakk mikið af bjór og borðaði óhollan mat, svaf óreglulega og lék, dansaði og söng á sviði fyrir Þjóverja eins og vitlaus maður.

Karl Erlingur hefur tekið sótt til 4. vikna og hefur hugsað sér að ganga til læknis fljótlega. Sá gangur verður ekki langur þar sem ég eiði nú þegar stórum hluta lífs míns þar. Í gegnum síðustu ár hefur mig grunað að ýmsar sóttir hafi verið að plaga mig, eins og heilaæxli, psoiriasis, lifrarbólga, ofnæmi í öllum sínum myndum og allt sem nöfnum er hægt að nefna. Maður fær nefnilega flest það sem maður les um. Nú grunar mig að ég sé kominn með berkla þar sem ég var að vinna á smitdeild um daginn og til eru dæmi þess að læknanemar hafi smitast af berklum á spítalanum.

Ég upplifi nú í miklum mæli nætursvitaköst, vægan hausverk, minnkaða orku og stöðuga þreytu, verki í öllum líkamanum og einskonar dofa. Ég get ekki einbeitt mér, ég get ekki farið að hreyfa mig, ég er bara í ruglinu.

Þó getur þetta bara allt verið í hausnum á manni og verið orskað af streitu, það segir faðir minn alla vega og hann er sálfræðingur.

Jæja, Þýskaland var afar fínt, bærinn Heidelberg er stórkostlegur, kastali, hús frá miðöldum, steinilagðar götur sem Goete, Schiller, Wagner og Mann hafa líklegast gengið eftir. Myndir af þessu seinna. Núna er ég farinn upp í rúm til þess að vera veikur.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Förum í keppni hvor hefur það meira skítt!!!
Djók! Þú vinnur með skriðu-mun!
Mad-niggerish!

12:56 PM  

Post a Comment

<< Home