Monday, November 20, 2006

Þessi vika, þetta líf

Hvað er ég að segja með titli þessara skrifa?
Lífið er orðið að vikum í huga mínum. Allar vikur keimlíkar, ég er farinn að drekka sama kaffið á sama stað á sama tíma alla daga vikunnar. Sama bragðið og sama lyktin í loftinu. Eini munurinn á vikunum er sá að ég er á mismunandi deildum Landspítalans. Melting, smit, öldrun, röntgen og bráðamóttaka. Þetta er fjölbreytileikinn í lífi Karls Erlings Oddasonar Billich. Nei haha, ég fer í World Class 3x á viku, hlaupandi eins og afhausaður kjötskrokkur á færibandi með sjónvarpið speglandi viðbjóð lífsins í hvítu augans.


Sufjan Sykurmoli:
Allir lífsins tónleikar freistuðu mín ekki þessa vikuna, þ.e.a.s. ég fékk ekki miða eða átti ekki pening fyrir honum. Ég er að spara illmenninguna, ég er á leiðinni til Ludwigshafen í Þýskalandi. Eins og þú veist eru Þjóðverjar mikið fyrir að drekka bjór, stofna til styrjalda, spara samt pening og halda öllu í röð og reglu í kringum sig. Ég er mest hrifinn af bjórmenningunni og læt önnur áhugamál þeirra að mestu óhreyfð nema Bauhaus stefnu þeirra í arkiterkúr og listum, uppáhaldsstóllinn minn í æsku var skapaður undir áhrifum þeirrar stefnu.



Ég er því dottinn út til Ludwigshafen næstk. Föstudag. Þar mun ég slá í gegn á tveimur sýningum Woyzeck. Það er einhver leiklistarhátíð í gangi. Ég er 3. gaurinn frá vinstri með sólgleraugun í söngatriðinu þegar kapteinninn mætir til leiks, dinglandi úr loftinu.
Það veit samt enginn hvar Ludwigshafen er þó hún sé við bakka Rínar rétt rúmlega stærri en Reykjavík. Þessi borg er tilvalinn upphafsstaður leiðangra inn í Svartaskóg eða vínhéruð SV-Þýskalands.

Ég lifi þótt ég sé 100% viss um að Golfstraumurinn sé alveg horfinn okkur sjónum hér á landi bændaflokksins og mjólkurkvóta. Kannski kem ég ekki heim 29. nóvember.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home